Enski boltinn

Umboðsmaður Sterling: Semur ekki einu sinni við Liverpool fyrir 198 milljónir á viku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. Vísir/Getty
Umboðsmaður Raheem Sterling segir það vera á hreinu að leikmaðurinn muni ekki skrifa undir nýjan samning við Liverpool sama hversu mikið félagið er tilbúið að greiða honum í laun.

Aidy Ward, umboðsmaður hins umdeilda Sterling var í viðtali við London Evening Standard en það vakti athygli á sínum tíma þegar þessi tvítugi strákur hafnaði nýjum samningu upp á 100 þúsund pund á viku eða 20,8 milljónir íslenskra króna.

„Mér er alveg sama um almannatengsl félagsins eða stöðuna hjá klúbbnum. Það skiptir mig engu máli," sagði Aidy Ward.

„Það er öruggt að hann er ekki að fara að semja við Liverpool og þá skiptir það engu máli hvort þeir bjóða honum 700 þúsund, 800 þúsund eða 900 þúsund pund í vikulaun. Hann mun ekki semja aftur við félagið," sagði  Ward en 900 þúsund pund eru um 198 milljónir á viku.

„Mitt starf er að sjá til þess að mínir leikmann fá það besta sem er í boði fyrir þá. Ef fólk gagnrýnir mína vinnu eða að ég sé að gefa slæmar ráðleggingar þá er það bara þeirra mál," sagði Ward.

Raheem Sterling er að klára sitt fjórða tímabil með Liverpool. Hann hefur skorað 7 mörk og gefið 8 stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tímabilið áður var hann eð 9 mörk og 7 stoðsendingar í 33 deildarleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×