Enski boltinn

Umboðsmaður Rooney er í Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney gæti kvatt Manchester á næstu dögum.
Rooney gæti kvatt Manchester á næstu dögum. vísir/getty
Paul Stretford, umboðsmaður Wayne Rooney, er mættur til Kína í von um að ná samningi við kínverskt félag á næstu dögum.

Það var sterkur orðrómur um að Rooney færi til Kína í gær og sú staðreynd að Stretford sé mættur til Kína staðfestir að mikið er til í þeim orðrómi.

Félagaskiptaglugginn er enn opinn í Kína og lokar þann 28. febrúar.

Ekki er nákvæmlega vitað hvaða félög í Kína það eru sem vilja fá Rooney í sínar raðir. Ef Rooney fer þó til Kína á endanum er ansi líklegt að hann verði launahæsti leikmaður heims og að Man. Utd mun fá góðan pening fyrir hann.

Förin til Kína gæti aftur á móti bundið endi á landsliðsferil leikmannsins sem er sjö leikjum frá því að verða leikjahæsti landsliðsmaðurinn í sögu Englands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×