Innlent

Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjakurli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Læknafélags Íslands ályktaði um málið haustið 2010 eða fyrir fimm árum. Þar var skorað á stjórnvöld að banna gúmmíkurl“ sem inniheldur krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni, á íþrótta- og leiksvæðum.“
Læknafélags Íslands ályktaði um málið haustið 2010 eða fyrir fimm árum. Þar var skorað á stjórnvöld að banna gúmmíkurl“ sem inniheldur krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni, á íþrótta- og leiksvæðum.“
Umboðsmaður barna lýsir yfir áhyggjum af dekkjarkurli á gervigrasvöllum, sem inniheldur skaðleg efni, og hefur óskað eftir fundi með Umhverfisstofnun og Reykjavíkurborg til að ræða þessi mál. Hann metur það sem svo að ekki eigi að nota þessi efni.

Þetta kemur fram í svari umboðsmanns barna við fyrirspurn foreldra á höfuðborgarsvæðinu og stjórnar Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Þeir hafa krafist þess að borgaryfirvöld skipti út gervigrasvöllum borgarinnar þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum. Rannsóknir benda til þess að kurlið innihaldi krabbameinsvaldandi efni.

Í bréfinu segir að mikilvægt sé að foreldrar beiti sér saman fyrir því að hagsmunir barna verði settir í forgang. Ekki séu margar rannsóknir sem liggi fyrir um notkun kurlsins og því erfitt að segja nákvæmlega fyrir um hve skaðlegt efnið sé.

Þrátt fyrir það eigi börn að njóta vafans í öllum þeim málum sem þau varða. Í því sambandi megi benda á að það sem sé börnum fyrir bestu eigi alltaf að hafa forgang þegar teknar séu ákvarðanir sem varða börn, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.  Þá eigi börn rétt á besta mögulega heilsufari sem hægt sé að tryggja. Því eigi ekki að nota efni í íþróttum með börnum sem geti mögulega skaðað heilsu þeirra.

Læknafélag Íslands ályktaði um málið fyrir um fimm árum síðan og skoruðu á stjórnvöld að banna slíkt gúmmíkurl. Umboðsmaður barna vildi ekki veita fréttstofu viðtal um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×