Innlent

Umboðsmaður Alþingis notast ekki við ritvél

Bjarki Ármannsson skrifar
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson er umboðsmaður Alþingis.
Bréf frá skrifstofu Umboðsmanns Alþingis hafa verið talsvert til umræðu undanfarið í tengslum við lekamálið svokallaða. Alls hefur Umboðsmaður sent frá sér þrjú bréf til innanríkisráðherra undanfarna mánuði til að óska eftir upplýsingum um samskipti ráðherra og lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins á meðan embætti þess fyrrnefnda var til rannsóknar hjá þeim síðarnefnda.

Innihald bréfanna er mjög áhugavert en bréfin sjálf hafa ekki síður vakið athygli þeirra sem þau skoða. Ásamt því að vera ávallt í PDF-formi, bera bréfin öll þess merki að hafa verið skrifuð í ritvél.

Sýnishorn má sjá hér til hliðar. Hafa því ýmsir velt vöngum yfir því undanfarið hvort það geti verið að Umboðsmaður Alþingis notist enn við slíkt tæki.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Umboðsmanns er þetta þó ekki tilfellið. Bréfin eru öll unnin í tölvu og notast er við leturgerðina Courier New, sem líkir eftir letri í gamaldags ritvél. Leturgerð þessi hefur verið lengi í notkun hjá embættinu og stendur ekki til að hætta því á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×