Innlent

Um tuttug útköll vegna sinuelda

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Óvenju mörg útköll hafa verið vegna sinuelda á höfuðborgarsvæðinu síðastliðna viku eða um tuttugu. Slökkviliðið var kallað út í dag vegna sinubruna í Hafnarfirði en talið er börn hafi kveikt í.

Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í dag vegna sinubruna í Stekkjahrauni rétt við Setbergsskóla í Hafnarfirði.

Tveir slökkvibílar voru sendir á vettvang. Þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn logaði sinueldur á nokkuð stóru svæði. Slökkviliðsmenn voru fljótir að ná tökum á eldinum.

Sigurður Þorsteinsson, einn þeirra slökkviðliðsmanna sem var á staðnum, segir að erfitt hafi verið að ráða við aðstæður um tíma þar sem svæðið sé að mestu hraun og mosi.

Talið er að börn hafi kveikt í sinunni í dag. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa borist um tuttugu útköll vegna sinuelda á einni viku. Það þykir óvenju mikið miðað við árstímann. „Því miður eru þetta aðallega skemmdir á gróðri og það er slæmt,“ segir Sigurður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×