Innlent

Um þrjú þúsund manns skemmta sér í rjómablíðu á Bræðslunni

Tónleikarnir fara fram í gamalli síldarbræðslu.
Tónleikarnir fara fram í gamalli síldarbræðslu. Vísir/KTD
Um þrjú þúsund manns skemmta sér nú í rjómablíðu á Bræðslunni, tónlistarhátíð sem fer fram í Borgarfirði eystra.

Vísir hefur heyrt í tónleikagestum sem eru afar ánægðir með dagskrána og veðrið. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin fer fram. Í gær léku Mammút, Pollapönk, Dranga og Emilíana Torrini. Hún lék síðast á Bræðslunni fyrir níu árum síðan. Tónleikarnir fara fram í gamalli síldarbræðslu.

Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni.

Mammút á sviði.Vísir/KTD
Talið er að um þrjú þúsund manns séu á svæðinu.Vísir/KTD
Gestir eru sáttir.Vísir/KTD
Það er rjómablíða á Bræðslunni.Vísir/KTD



Fleiri fréttir

Sjá meira


×