Erlent

Hundraða saknað eftir að ferja sökk í Suður Kóreu

Vísir/AFP
Hundraða er saknað eftir að mikil slagsíða kom á ferju sem síðan sökk undan ströndum Suður Kóreu í nótt. Tvö lík hafa þegar fundist og upphaflega greindu yfirvöld frá því að 368 manns hefði verið bjargað. Það hefur hinsvegar verið dregið til baka og því ljóst að tala látinna gæti verið mun hærri en í fyrstu var talið. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi og eru þrjátíu og fjórir björgunarbátar á svæðinu og átján þyrlur, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins.

Um borð í ferjunni voru aðallega menntaskólanemar á leið á eyjuna Jeju í skólafrí. Ekki er enn ljóst hvað olli því að ferjan sökk en nokkur vitni hafa lýst því að svo virðist sem ferjan hafi siglt á sker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×