Erlent

Um fjörutíu flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Yfir 160 þúsund flóttamenn hafa á þessu ári lagt af stað frá ströndum Afríku til Ítalíu og Grikklands í leit að betra lífi.
Yfir 160 þúsund flóttamenn hafa á þessu ári lagt af stað frá ströndum Afríku til Ítalíu og Grikklands í leit að betra lífi. Vísir/AFP
Talið er að um fjörutíu flóttamenn hið minnsta hafi drukknað þegar gúmmíbát þeirra hvolfdi í Miðjarðarhafi undan strönd Líbíu í nótt.

Sjö börn voru þar á meðal, en tæplega 150 voru innanborðs. Fólkið er flest frá Afríku og á leið frá Líbíu til Sikileyjar á Ítalíu.

Yfir 160 þúsund flóttamenn hafa á þessu ári lagt af stað frá ströndum Afríku til Ítalíu og Grikklands í leit að betra lífi, oft í illa búnum og ofhlöðnum bátum, og er því mikill fjöldi þeirra sem lifir ferðalagið ekki af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×