Innlent

Um fjórðungur fylgjandi lögleiðingu kannabisefna

Bjarki Ármannsson skrifar
Kannabisræktun á höfuðborgarsvæðinu.
Kannabisræktun á höfuðborgarsvæðinu. vísir/stefán
23,2 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun MRR segjast fylgjandi því að lögleiða neyslu kannabisefna en 76,8 prósent sögðust andvíg. Karlar eru mun hlynntari því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg en konur og yngri aldurshópar mun hlynntari en þeir eldri.

Af þeim sem tilheyra yngsta aldurshópnum, átján til 29 ára, sögðust 41,3 prósent hlynntir lögleiðingu, samanborið til 10,2 prósent þeirra sem tilheyra aldurshópnum fimmtíu til 67 ára.

Talsverður munur er á afstöðu til lögleiðingar eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Þeir sem styðja Pírata eru mun líklegri til að vera fylgjandi lögleiðingu, eða 44,7 prósent stuðningsmanna flokksins. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar voru andvígastir lögleiðingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×