Skoðun

Um fjölmiðla

Sölvi Jónsson skrifar
Við lifum á tímum þar sem auður jarðar safnast á sífellt færri hendur. Ríkustu 80 menn heimsins eiga jafn mikið og fátækustu 3,5 milljarðarnir. Moldríka 1% á nú nálægt helmingi alls auðs jarðarinnar. Sex stórfyrirtæki eiga 90% fjölmiðla í Bandaríkjunum. Eignarhald á fjölmiðlum ræður gríðarlega miklu um fréttaflutning þeirra. Kannski ættum við að fara varlega í að treysta fréttaflutningi fjölmiðla sem eru í eigu manna sem taka stöðugt meira til sín?

Fréttaflutningur fjölmiðla stjórnast líka af auglýsingastyrkjum. Lyfja- og matvælafyrirtæki auglýsa gríðarlega mikið í fjölmiðlum. Sjáum við sem dæmi einhvern tímann ádeilu á erfðabreytt matvæli eða lyfjaiðnaðinn í fjölmiðlum?

Fjölmiðlar eru í raun ótrúlega miðstýrt fyrirbæri. Ef eitthvað fer í einn af stóru fjölmiðlunum, t.d. BBC eða CNN, þá er það fljótt komið í flesta/alla aðra vestræna fjölmiðla. Sama þótt fréttin sé röng! Eitt dæmi af mörgum um þetta er frá síðasta sumri þegar fréttamaður BBC sagðist hafa séð rússneska herflutningalest fara yfir landamæri Rússlands inn í Úkraínu, forsætisráðherra Úkraínu sagði síðan að herflutningalestinni hefði að mestu verið eytt af úkraínska stjórnarhernum. Þegar hvorugt af þessu reyndist hins vegar vera rétt þá gufaði fréttin hreinlega upp. Fjölmiðlar báðust ekki afsökunar á röngum fréttaflutningi. Það var einfaldlega ekki orð um þetta meir! Skaðinn var hins vegar skeður vegna þess að þetta var rétt fyrir fund Bandaríkjaforseta og nokkurra leiðtoga Evrópuríkja þar sem tekin var ákvörðun um að herða á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi.

Gagnrýnislausir

Fjölmiðlar mega heita algjörlega gagnrýnislausir á vestræna þjóðarleiðtoga (t.d. Bandaríkjaforseta) og leiðtoga alþjóðastofnana (t.d. NATO). Þessir háu herrar hafa mjög greiðan aðgang að fjölmiðlum. Er einhvern tímann efast um orð þeirra?

Ástralski rannsóknarblaðamaðurinn John Pilger sýnir í heimildarmynd sinni: „The War You Don't See“, hvernig fjölmiðlar eru notaðir til að reka stríðsáróður. M.a. með viðtölum við fréttamenn sem viðurkenna að hafa farið með rangan fréttaflutning. Til að fara í stríð þarf samþykki almennings og þar gegna fjölmiðlar veigamiklu hlutverki með einhliða fréttamennsku sinni og áróðri gegn ríkjum sem Vesturveldin hafa ákveðið að gera að skotmörkum sínum. Það þarf með öðrum orðum að markaðssetja stríð. Heimildarmynd Pilgers var sýnd á síðustu RIFF-kvikmyndahátíð og hana er að finna á johnpilger.com og YouTube. Það velkist ekki nokkur maður í vafa um hlutdrægni fjölmiðla eftir að hafa horft á þessa mynd.

Hvað er til ráða? Fylgjast með fjölmiðlum með gagnrýnu hugarfari eða þá bara hreinlega loka fyrir þá. Fara á netið og afla sér upplýsinga í gegnum óháðar fréttasíður. Fréttasíður sem eru öllum opnar og treysta á styrki almennings, ekki fyrirtækja, og reiða sig sáralítið eða ekkert á auglýsingatekjur. Góðir upphafspunktar eru t.d. fréttamiðlar eins og consortiumnews.com og globalresearch.ca. Þá má nefna sjálfstæða rannsóknarblaðamenn eins og t.d. Robert Parry, John Pilger, Michel Chossudovsky og Paul Craig Roberts. Fólk finnur sjálft hvað það vill lesa þegar það er komið af stað.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×