Erlent

Um 500 óbreyttir borgarar hafa fallið í loftárásum Rússa

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að um 250 þúsund manns hafi látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi frá 2011.
Áætlað er að um 250 þúsund manns hafi látið lífið í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi frá 2011. Vísir/AFP
Um 1.500 manns hafa látið lífið í loftárásum rússneska hersins í Sýrlandi frá því að þær hófust í september síðastliðinn. Þetta kemur fram í samantekt Syrian Observatory for Human Rights (SOHR).

419 liðsmenn ISIS hafa fallið í árásunum og 598 liðsmenn al-Nusra og fleiri uppreisnarhópa.

Í samantektinni kemur jafnframt fram að 485 óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum – þar af 117 börn og 47 konur.

Rússar hafa stutt við bakið á stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta frá upphafi borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi í mars 2011.

Áætlað er að um 250 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum og milljónir neyðst til að flýja heimili sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×