Erlent

Um 500 drukknuðu undan strönd Möltu

Atli Ísleifsson skrifar
Margir bátanna sem notaðir eru til flutninga yfir Miðjarðarhaf eru ofhlaðnir og vanbúnir.
Margir bátanna sem notaðir eru til flutninga yfir Miðjarðarhaf eru ofhlaðnir og vanbúnir. Vísir/AFP
Óttast er að allt að fimm hundruð flóttamenn hafi drukknað eftir að klesst var á skip undan strönd Möltu í Miðjarðarhafi í síðustu viku.

Tveir Palestínumenn sem komust lífs af tilkynntu Alþjóðaflóttamannastofnuninni að smyglarar sem seldu flóttafólkinu pláss um borð í bátnum hafi vísvitandi sökkt bátnum. Segja þeir að báturinn hafi siglt frá egypsku hafnarborginni Damietta í byrjun september. Um borð voru meðal annarra Sýrlendingar, Palestínumenn, Egyptar og Súdanar, þar af fjöldi barna.

Í frétt BBC segir að nýlega hafi einnig birist fregnir af því að annar bátur hafi sokkið undan strönd Líbíu með 250 innanborðs. Talið er að rúmlega tvö hundruð sem voru um borð í þeim bát hafi drukknað.

Mörg þúsund manns hafa drukknað í tilraunum sínum til að ná til Evrópu frá Norður-Afríku eða Mið-Austurlöndum síðustu ár. Flestir bátanna sem notaðir eru til slíkra flutninga eru bæði ofhlaðnir og vanbúnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×