Innlent

Um 40 hjálparbeiðnir bárust

Freyr Bjarnason skrifar
Vatn flæddi inn í kjallarahúsnæði þar sem Pavel Ermolinskij opnar búð á næstunni.
Vatn flæddi inn í kjallarahúsnæði þar sem Pavel Ermolinskij opnar búð á næstunni. Fréttablaðið/Stefán
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins höfðu borist 37 hjálparbeiðnir um miðjan dag í gær vegna vatnsleka í íbúðarhúsum. Flestar bárust þær frá íbúum í Hátúni og þar í kring.

„Það er búinn að vera mjög mikill erill,“ segir Þórður Bogason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, aðspurður. „Þetta er með því mesta sem hefur gerst en það hafa komið svona kippir þegar svona óveðurslægðir ganga yfir.“

Hann bætir við að margir hafi þurft að bíða lengi eftir aðstoð enda hafi flestar beiðnirnar komið á sama tíma fyrir hádegi. Um tuttugu slökkviliðsmenn sinntu vatnslekanum, auk þess sem Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavíkurborg og tryggingafélögin voru með mannskap að störfum.

Vatn flæddi inn í kjallara í Bergstaðastræti hjá körfuknattleiksmanninum Pavel Ermolinskij þar sem hann opnar kjöt- og fiskbúð á næstu vikum.

Vatn hafði lekið um allan ganginn, sjö til átta fermetra, en það náði ekki inn í aðalrýmið vegna halla upp í móti. „Þeir komu fljótlega með þvílíkar græjur og redduðu þessu á litlum tíma,“ segir Pavel um slökkviliðið og kann því bestu þakkir fyrir.


Tengdar fréttir

Mikið flætt inn í hús vegna veðurs

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að sinna mörgum útköllum það sem af er degi vegna vatnsleka í íbúðarhúsum, aðallega í Hátúni.

Míglekur á Landspítalanum

Víða lekur í storminum á höfuðborgarsvæðinu og finnur starfsfólk Landspítalans fyrir því. Fötum hefur verið komið upp víða á göngum spítalans vegna vatnsleka.

Heldur ekki vatni yfir frammistöðu slökkviliðsmanna

Steingerður Þórisdóttir, íbúi í Samtúni í póstnúmeri 105 í Reykjavík, segir slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu eiga afar mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína í dag.

Allt á floti í Kópavogi

Gísli Sigurður, íbúi í Kópavogi, fór á stjá í morgun og tók meðfylgjandi myndband sem lýsir vel vatnsmagninu á götum Kópavogar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×