Erlent

Um 40 drukknuðu við strendur Tyrklands

Samúel Karl Ólason skrifar
Færri hafa farið yfir Eyjahaf í janúar en síðustu mánuði, en mun fleiri hafa dáið.
Færri hafa farið yfir Eyjahaf í janúar en síðustu mánuði, en mun fleiri hafa dáið. Vísir/EPA
Um 40 manns drukknuðu við stendur Tyrklands í morgun þegar bátur þeirra sökk. Skömmu eftir að lagt var af stað var bátnum siglt á grjót og hann sökk. 75 var bjargað en talið er að fjöldi látinna muni hækka og að einhverjir hafi setið fastir í bátnum. Um er að ræða flóttafólk Sýrlandi, Afganistan og Búrma.

Minnst fimm þeirra sem dóu voru börn. 

Nú hafa minnst 250 drukknað á ferðinni frá Tyrklandi til Evrópu í þessum mánuði, en á öllu síðasta ári drukknuðu um 805 manns í Eyjahafi. Talið er að um 55 þúsund manns hafi farið yfir hafið, sem er þó mun minna en meðaltalið í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×