Erlent

Um 100 látnir í aurskriðu á Sri Lanka

Atli Ísleifsson skrifar
Viðvaranir vegna mögulegra aurskriðna hafa nú verið gefnar út víða í landinu.
Viðvaranir vegna mögulegra aurskriðna hafa nú verið gefnar út víða í landinu. Vísir/AFP
Óttast er að allt að hundrað séu látir eftir að aurskriða féll á þorp á Sri Lanka í morgun. Talsmenn yfirvalda hafa staðfest að aurskriðan, sem orsakaðist af gríðarlegu úrhelli síðustu vikna, hafi fallið á 140 hús í Badulla-héraði.

Tíu lík hafa nú þegar fundist en björgunaraðgerðum hefur nú verið frestað yfir nótt. Auk myrkursins hefur óveður gert björgunarmönnum erfitt fyrir.

Aurskriðan féll á Meeriyabedda plantekrunni, nærri bænum Haldummulla, um 200 kílómetrum austur af höfuðborginni Colombo, í morgun.

Viðvaranir vegna mögulegra aurskriðna hafa nú verið gefnar út víða í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×