Íslenski boltinn

Úlfur Blandon ráðinn þjálfari Valskvenna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Valsstelpur eru komnar með nýjan þjálfara.
Valsstelpur eru komnar með nýjan þjálfara. vísir/hanna
Úlfur Blandon hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Val en hann tekur við af Ólafi Brynjólfssyni sem hætti á dögunum. Úlfar skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Úlfarer 37 ára gamall og var þjálfari meistaraflokks karla hjá Gróttu á nýliðnu tímabili og kom liðinu upp í Inkasso-deildina eftir eins árs dvöl í 2.deildinni.

Úlfur er með UEFA-A þjálfaragráðu en hann hefur meðal annars þjálfað yngri flokka hjá Fylki og Stjörnunni þar sem hann var afreksþjálfari.

Valskonur lentu í 3.sæti í Pepsi-deildinni á tímabilinu sem er nýlokið. Þær enduðu 5 stigum frá toppliði Stjörnunnar og jafnar Breiðabliki að stigum eftir að hafa unnið sigur gegn Blikum í lokaumferðinni. Var árangurinn viss vonbrigði enda var töluvert miklu tjaldað til á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil og meðal annars sneri landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir heim eftir atvinnumennsku. Valur hefur á að skipa afar sterku liði og hefur fjölmargar landsliðskonur innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×