Körfubolti

Úlfarnir náðu að glefsa í Stríðsmennina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry var með tvöfalda tvennu í nótt.
Curry var með tvöfalda tvennu í nótt. vísir/getty
Golden State Warriors vann venju samkvæmt í NBA-deildinni í nótt en þurfti þó að hafa fyrir sigrinum að þessu sinni. Þetta var sigur númer 63 en töpin eru aðeins 7.

San Antonio lagði Warriors um daginn og sýndi þá öðrum liðum hvernig þarf að verjast þessu besta liði heims í dag. Minnesota Timberwolves lærði greinilega af því þar sem liðið lét Golden State hafa mikið fyrir hlutunum í nótt.

Draymond Green var stigahæstur hjá Warriors með 24 stig. Hann tók líka 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 og Steph Curry 19. Curry klúðraði þó 11 af 19 skotum sínum í leiknum en bætti það upp með 11 stoðsendingum.

„Við getum líka unnið leiki þar sem við erum ekki upp á okkar besta og það er gott,“ sagði Green eftir leikinn.

Úrslit:

Charlotte-San Antonio  91-88

Cleveland-Denver  124-91

Indiana-Philadelphia  91-75

Boston-Orlando  107-96

Detroit-Milwaukee  92-91

Atlanta-Washington  102-117

Chicago-Sacramento  109-102

Minnesota-Golden State  104-109

Phoenix-Memphis  97-103

Staðan í deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×