Erlent

Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga

Atli Ísleifsson skrifar
Rússlandsforseti heimsótti Artek á Krímskaga fyrr í dag.
Rússlandsforseti heimsótti Artek á Krímskaga fyrr í dag. Vísir/afp
Úkraínsk stjórnvöld hafa lýst yfir óánægju sinni með heimsókn Vladimír Pútín Rússlandsforseta til Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014.

Rússneska utanríkisráðuneytið greinir frá því að Pútín hafi í dag meðal annars heimsótt Artek þar sem sumarbúðir voru haldnar fyrir ungmenni á Sovéttímanum.

Koma rússneska forsetans til Krím var þó strax gagnrýnd af úkraínskum stjórnvöldum. Var heimsóknin sögð skýrt brot á fullveldi og friðhelgi yfirráðasvæðis Úkraínu.

Ríki Evrópusambandsins, Bandaríkin og fleiri hafa beitt Rússa viðskiptaþvingunum vegna innlimunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×