Erlent

Úkraína vill vopn frá Bandaríkjunum: „Við vinnum ekki stríð með teppum“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur beðið Bandaríkin um hernaðaraðstoð gegn aðskilnaðarsinnum í Austur-Úkraínu. Beiðnin kom fram í ræðu hans fyrir framan þing Bandaríkjanna, en hann sagði þá hjálp sem Bandaríkin hafi þegar veitt ekki vera nóg. Úkraínumenn munu fá hjálp frá Bandaríkjunum, en ekki vopn, eins og þeir vilja.

„Teppi og nætursjónaukar eru mikilvæg, en við vinnum ekki stríð með teppum,“ sagði forsetinn áður en hann hitti Barack Obama í dag.

Hvíta húsið tilkynnti í dag að Bandaríkin myndu veita stjórnvöldum í Úkraínu aðst0ð sem metin er á 46 milljónir dala. Meðal þess sem sent verður til Úkraínu eru brynvarðir bílar, bátar, hlífðarbúnaður. Þar að auki munu Bandaríkin veita hjálparsamtökum í Úkraínu sjö milljónir dala.

Eftir fund forsetanna var Poroshenko spurður hvort hann væri óánægður með að Bandaríkin myndu ekki útvega þeim vopn.

„Ég er sáttur við samstarf Bandaríkjanna og Úkraínu. Ég get ekki sagt meira en það en ég er sáttur.“


Tengdar fréttir

Úkraína vill inn í NATO

Framkvæmdastjóri NATO sakar Rússa um hrein og klár brot gegn fullveldi Úkraínu og að stunda hernaðaraðgerðir til stuðnings aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu.

NATO í brennidepli í Úkraínu

Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að löngun yfirvalda í Úkraínu til að ganga í NATO dragi úr líkum á friði.

Vopnahlé í Úkraínu heldur

Þrátt fyrir það hefur einn leiðtogi aðskilnaðarsinna haldið því fram að stjórnarherinn hafi brotið gegn samkomulaginu, sem sýnir hve brothætt vopnahléið er.

Pútín hvetur til friðarviðræðna

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur hvatt stjórnvöld í Úkraínu til að hefja þegar í stað viðræður um pólitíska lausn á ástandinu í austurhluta Úkraínu.

Ágreiningsmálin rædd í Minsk

Litlar vonir voru bundnar við að fundur Porosjenkós Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í gær myndi valda straumhvörfum í deilum þjóðanna og átökunum í austanverðri Úkraínu.

Pútin vill skipta Úkraínu upp

Vladimír Pútin Rússlandsforseti vill gera austurhluta Úkraínu að sjálfstæðu ríki. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa ákveðið að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna framgöngu þeirra gagnvart Úkraínu.

Átök halda áfram í Úkraínu

Átök hafa brotist út í austanverðri Úkraínu daglega frá því á laugardag, þrátt fyrir að samkomulag um vopnahlé hafi tekist á föstudaginn.

Luhansk að mestu endurheimt

átökin í austanverðri Úkraínu hafa kostað meira en tvö þúsund manns lífið. Um það bil 340 þúsund manns hafi flúið að heiman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×