MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST NÝJAST 13:00

NBA breytir reglum

SPORT

Uglur Heiðdísar slá í gegn

Lífið
kl 11:00, 19. júlí 2013

Ugluteikningar vekja athygli og verða innblástur  skartgripahönnunar Siggu og Timo í Hafnarfirði. 

„Ég er ótrúlega glöð og lánsöm að hafa fengið þetta tækifæri nánast upp í hendurnar.

Ég setti bara teikningar sem ég var að gera á Facebook og fólk tók svo vel í þetta. Máttur internetsins er ótrúlegur,“ segir Heiðdís Helgadóttir sem er menntuð úr Listaháskólanum með BA-próf í arkitektúr.


Heiðdís
Heiðdís

Á dögunum ferðaðist Heiðdís til London til að læra meiri tækni í teikningu og segist hafa ákveðið að fara teikninámskeið til þess að víkka sjóndeildarhringinn og teikna eitthvað annað en uglur.

Uglurnar hafi einfaldlega verið áhugamál og óvart orðið vinsælar. Námskeiðið mun hafa verið mjög lærdómsríkt en hún segist hafa lært heilmikla tækni af kennaranum í myndskreytingu frá Central Saint Martins sem fræddi nemendur sína um borgina í leiðinni.


Uglur Heiðdísar slá í gegn

„Ég fór á námskeið þar sem við löbbuðum um borgina í rólegheitum og teiknuðum byggingar en ég elska Hafnarfjörð og mig langar svo að teikna litlu fallegu húsin þar. Hús heilla mig enda lærði ég arkitektúr.“

Heiðdís segir að það sé litla vinnu að fá í þessum geira og því sé hún þakklát fyrir þennan mikla áhuga á myndunum. Hún segist þó þurfa að vera öguð og vakna snemma á morgnanna til að byrja að teikna.


Víkingur með fjaðraskegg.
Víkingur með fjaðraskegg.

„Þetta er alveg 300% vinna. Ég þarf eiginlega fleiri klukkustundir í sólarhringnum núna því það er brjálað að gera hjá mér og ég hef ekki undan við að teikna til að anna eftirspurninni.

Ég er raunverulega farin að vanrækja vini og vandamenn,“ segir hún hlæjandi. Það er margt í deiglunni en fram undan er meðal annars samstarf við skartgripahönnuðina Siggu og Timo.

Þau hafa sýnt áhuga á að fá Heiðdísi til að teikna myndir sem þau nota sem hugsmíðaafl í hönnun sína.

„Mér skilst að Sigga hafi séð einhvern pakka inn mynd eftir mig í blómabúð og henni fannst þetta svo nýtt og ferskt. Mér finnst þetta ótrúlega spennandi tækifæri en þau hafa aldrei áður fengið utanaðkomandi í svona samstarf.“


Uglur Heiðdísar slá í gegn


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Lífið 27. ágú. 2014 12:48

Varð stjarna útaf ömmu sinni

Droniak skaust upp á stjörnuhimininn fyrir um tveimur árum þegar hann byrjaði að birta myndbönd af sjálfum sér og ömmu sinni að keyra um og tala um allt og ekkert. Meira
Lífið 27. ágú. 2014 12:00

Fjör í fimmtugsafmæli

Svandís Svavarsdóttir hélt upp á fimmtugsafmæli sitt með fjölskyldu og vinum á Menningarnótt Meira
Lífið 27. ágú. 2014 11:42

„Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“

Ísfold Rán Grétarsdóttir hitti Lost-leikarann Naveen Andrews. Meira
Lífið 27. ágú. 2014 09:30

Reynir að vera ekki með stæla á barnum

Bergur Gunnarsson er að útskrifast sem bruggmeistari en draumurinn væri að opna íslenskt brugghús. Meira
Lífið 27. ágú. 2014 09:00

Leitað að hundi stjörnubarns

Gæludýr Suri Cruise er týnt. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 18:30

Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins

Birkir Blær Ingólfsson bauð til veislu þar sem fagnað var útgáfu rafrænu ljóðabókarinnar Vísur, sem kom út hér á Vísi í gærdag. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 17:16

Blandaði einn „Justin Special“ fyrir Timberlake eftir ræktina

Ingunn Hlín Friðriksdóttir segir Justin Timberlake hafa lyktað vel, þrátt fyrir að vera nýkominn úr Nordica Spa þegar hún fékk mynd af sér með poppstjörnunni. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 15:15

Þrettán erlend bönd bætast við á Airwaves

Innan við þrír mánuðir eru í að flautað verði til leiks á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í nóvember. Listamenn voru kynntir til leiks í dag. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 12:45

"Kvikindið var ógeðslegt" - myndir

Hélt fyrst að þetta væri varta. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 12:30

Fótóbombaði Emmy-sigurvegarana

Scandal-stjarnan Kerry Washington í flippstuði. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 12:00

"Hann var skærasta stjarnan á vetrarbraut grínsins í næstum því fjörutíu ár“

Spéfuglinn Billy Crystal minntist Robins Williams á Emmy-verðlaunahátíðinni. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 11:00

Sirkustjaldið Jökla fer í tímabundið frí

Uppselt var allar helgar á sýningar Sirkus Íslands en 104 sýningar eru að baki í Jöklu. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 10:15

Undirbúa forritara framtíðarinnar

Við Hólabrekkuskóla í Efra-Breiðholti er börnum í 1. til 7. bekk kennd forritun og upplýsingatækni til að búa börnin undir störf framtíðar. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 10:08

Fáðu Hilmi Snæ beint í æð

Halldóra Geirharðsdóttir leikstýrir farsanum Beint í æð. Hilmir Snær leikur aðalhlutverkið, lækninn. Verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 31. október. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 09:30

Treður upp í sama klúbbi og Robin Williams gerði

Inga Kristjánsdóttir er 38 ára, þriggja barna móðir frá Akureyri sem reynir fyrir sér sem uppistandari vestan hafs. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 09:15

Allt þetta myrkur var ekki til einskis

"Með kvíða og félagsfælni næstum allt mitt líf" Meira
Lífið 26. ágú. 2014 09:04

Breaking Bad og Modern Family sigurvegarar kvöldsins

Emmy-verðlaunin afhent í 66. sinn í nótt. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 00:17

Rauður er litur Emmy-verðlaunanna

Vinsælt val á rauða dregilnum. Meira
Lífið 26. ágú. 2014 00:04

Talaði af sér á rauða dreglinum

Hayden Panettiere á von á stúlku. Meira
Lífið 25. ágú. 2014 23:25

Tók lestina á Emmy-verðlaunin

Spéfuglinn Jimmy Kimmel sker sig úr. Meira
Lífið 25. ágú. 2014 23:16

Dökkklæddar á dreglinum

Emmy-verðlaunahátíðin í fullum gangi. Meira
Lífið 25. ágú. 2014 22:59

Frumsýndi óléttukúluna á Emmy

Leikkonan Amanda Peet á von á sínu þriðja barni. Meira
Lífið 25. ágú. 2014 22:39

Stjörnurnar streyma á rauða dregilinn

Stuð á Emmy-verðlaunahátíðinni. Meira
Lífið 25. ágú. 2014 21:24

Emmy-verðlaunin afhent í nótt: Þessi eru tilnefnd

Upprifjun áður en herlegheitin hefjast. Meira
Lífið 25. ágú. 2014 17:30

Systir Beyoncé lét sig hverfa

Solange Knowles horfði ekki á systur sína skemmta á MTV Video Music-verðlaunahátíðinni. Meira

Tarot

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Lífið / Lífið / Uglur Heiðdísar slá í gegn
Fara efst