FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

UFC-stjörnur lömdu lukkudýr Rockets

 
Sport
13:45 03. FEBRÚAR 2017

Aðalstuðið er í Houston þessa dagana þar sem Super Bowl-leikurinn fer fram á sunnudag.

UFC ætlar að vera með bardagakvöld í Houston um helgina og fer ýmsar leiðir til þess að láta vita af því. Margar af skærustu stjörnum UFC eru í Houston að reyna að fá sinn skerf af athygli í Super Bowl-vikunni.

Á leik NBA-liðanna Houston Rockets og Atlanta Hawks í gær voru mættir þeir Max Holloway og Sage Northcutt til þess að taka þátt í uppákomu á leiknum.

Í einu leikhléinu stukku þeir inn á völlinn og lumbruðu hraustlega á lukkudýri Rockets sem er kallað Clutch.

Allt í gríni gert og áhorfendur höfðu gaman af. Sjá má barsmíðarnar hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / UFC-stjörnur lömdu lukkudýr Rockets
Fara efst