Sport

UFC afléttir banni Helwani

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helwani ásamt bantamvigtarmeistaranum Dominick Cruz.
Helwani ásamt bantamvigtarmeistaranum Dominick Cruz. vísir/getty
Lífstíðarbann MMA-blaðamannsins Ariel Helwani hjá UFC stóð yfir í tvo daga.

Helwani er þekktasti og vinsælasti MMA-blaðamaður heims og í miklum metum hjá bæði bardagaköppum sem og hjá aðdáendum. Hann skrifar fyrir mmafighting.com og heldur úti mjög vinsælum sjónvarpsþætti á stöðinni. Það vakti því gríðarlega athygli, og reiði, að UFC skildi setja hann í lífstíðarbann um nýliðna helgi.

Helwani var dreginn baksviðs fyrir lokabardagann á UFC 199 um helgina og blaðamannapassinn rifinn af honum. Honum var svo hent út með þeim orðum að hann fengi aldrei aftur aðgang að viðburðum UFC.

Ástæðan fyrir þessari reiði UFC var sú að Helwani greindi frá því að Brock Lesnar myndi keppa á UFC 200 áður en UFC gaf út tilkynningu um það. Hann var sem sagt settur í bann fyrir að standa sig vel í vinnunni sinni.

Hann hafði áður verið rekinn frá Fox-sjónvarpsstöðinni og heldur því fram að yfirmenn UFC hafi staðið á bak við þann brottrekstur. Helwani fjallaði um mál á Fox sem voru yfirmönnum UFC ekki að skapi.

Í yfirlýsingu UFC kemur fram að blaðamenn mmafighting.com geti sótt um blaðamannapassa í framtíðinni. UFC segist virða starf fjölmiðla og mikilvægi þeirra.

Sambandið biður þó Helwani ekki afsökunar og notar líka tækifærið til þess að gagnrýna hann í yfirlýsingunni. Segja að fréttamennska hans þetta tiltekna kvöld hafi gengið of langt.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×