Fótbolti

UEFA slakar á fjárhagskröfum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michel Platini, forseti UEFA.
Michel Platini, forseti UEFA. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur tilkynnt að frá og með 1. júlí verði slakað á reglum sem lúta að fjárhagsstjórn knattspyrnufélaga í Evrópu.

Reglurnar eru kallaðar Financial Fair Play og miða að því að félög eyði ekki um efni fram. Félögum sem ekki fara eftir reglum getur verið refsað og þau sett í bann frá keppnum UEFA.

Manchester City, PSG og Inter eru meðal þeirra félaga sem hefur verið sektuð fyrir brot á reglunum.

Á fundi framkvæmdastjórnar UEFA í Prag var staðfest að reglum verði breytt svo að nýjum eigendum verði gert auðveldar að fjárfesta í eigin félög og byggja þau upp.

„Nýju reglurnar stækka og styrkja Financial Fair Play. Markmið reglnanna eru þau sömu,“ sagði Michel Platini, forseti UEFA.

„Við viljum gefa félögum frekari tækifæri til að geta viðhaldið uppbyggingu sinni og orðið sjálfbjarga í rekstri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×