Enski boltinn

UEFA: Bestu lið Evrópu í dag eru bæði í Manchester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku fagnar marki í vetur.
Romelu Lukaku fagnar marki í vetur. Vísir/Getty
Manchester borg á tvö bestu knattspyrnufélög Evrópu samkvæmt núverandi stöðu á styrkleikalista UEFA yfir bestu fótboltafélög álfunnar á þessu tímabili.

Manchester United og Manchester City eru efst og jöfn á toppnum þrátt fyrir að City-liðið hafi landað aðeins fleiri stigum í upphafi tímabilsins.

Manchester City hefur náð í 22 stig af 24 mögulegum í ensku úrvalsdeildinni og 9 stig af 9 mögulegum í Meistaradeildinni. Markatala liðsins er +32 í þessum 11 leikjum eða 37-5.

Manchester United hefur náð í 20 stig af 24 mögulegum í ensku úrvalsdeildinni og 9 stig af 9 mögulegum í Meistaradeildinni. Markatala liðsins er +26 í þessum 11 leikjum eða 29-3. United-vörnin hefur haldið hreinu í 9 af 11 leikjum sínum.

Í næstu sætum á eftir koma síðan spænska liðið Barcelona og franska liðið Paris Saint-Germain. Tyrkneska liðið er síðan í fimmta sætinu og á undan liðum eins og Tottenham, Chelsea og Real Madrid.

Liverpool er fimmta enska liðið inn á topp tíu listanum en þar eru einnig tvö spænsk lið og svo eitt lið frá Frakklandi, Tyrklandi og Ítalíu.

Hér fyrir neðan má sjá efstu liðin á styrkleikalista UEFA en listann má einnig nálgast allan hér.





Topp 20 listinn

1. Manchester United 11.671

1. Manchester City 11.671

3. Barcelona 11.342

4. Paris Saint-Germain 11.066

5. Besiktas 10.680

6. Tottenham 10.671

7. Chelsea 10.671

8. Real Madrid 10.342

9. Liverpool 9.671

10. AS Roma 9.466

11. Juventus 9.466

12. Spartak Moskva 9.320

13. Shakhtar Donetsk 8.880

14. Bayern München 8.685

15. Basel 8.620

16. Sevilla 8.342

17. RB Leipzig 7.685

18. Arsenal 7.671

19. Napoli 7.466

20. Lazio 7.466




Fleiri fréttir

Sjá meira


×