Enski boltinn

Udinese með sigur á toppliðinu

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Topplið Inter tók á móti Emil Hallfreðssyni og félögum í Udinese í ítölsku deildinni í dag en leikurinn hófst kl 14:30.

Fyrir leikinn var Inter á toppi deildarinnar með 1 stigs forskot á Napoli í 2.sætinu en Udinese var með 18 stig í 13.sæti.

Það voru gestirnir í Udinese sem byrjuðu betur og skoruðu strax á 14. mínútu en þar var á ferðinni Kevin Lasagna. Inter var þó ekki lengi að jafna metin því í næstu sókn var Mauro Icardi búinn að jafna metin og þannig var staðan í hálfleik.

Aftur voru það gestirnir sem byrjuðu betur og fengu þeir vítaspyrnu á 61.mínútu. Á punktinn steig Rodrigo De Paul sem skoraði og kom sínum mönnum í 2-1.

Udinese hélt áfram að sækja og var það Antonin Barak sem skoraði þriðja mark liðsins og þar við sat, lokatölur 3-1 fyrir Udinese.

Emil Hallfreðsson byrjaði leikinn á varamannabekk Udinese en kom inná á 88. mínútu en sigur liðsins lyfti því upp í 11.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×