Innlent

Úðaði á veggi Vestfjarðaganga og bakhlið umferðarskilta

Atli Ísleifsson skrifar
Málið er litið alvarlegum augum enda blasir við að töluverð vinna felist í því að afmá málninguna.
Málið er litið alvarlegum augum enda blasir við að töluverð vinna felist í því að afmá málninguna. Mynd/Lögreglan á Vestfjörðum
Lögregla á Vestfjörðum hafði í vikunni hendur í hári manns sem hafði gerst sekur um að úða á veggi Vestfjarðaganga og á bakhlið umferðarskilta í og við gangamunnana í Tungudal, Breiðadal og Botnsdal.

Starfsmenn Vegagerðarinnar tilkynntu lögreglu í síðustu viku um að eignaspjöll hafi verið framin á umræddum stöðum og beindust böndin fljótlega að íslenskum ferðamanni sem, við yfirheyrslur daginn eftir, viðurkenndi að hafa málað á veggi vegganganna og skiltin.

Lögregla lagði hald á fjölmarga úðabrúsa sem fundust í fórum mannsins, en í dagbók lögreglu segir að málið sé litið alvarlegum augum enda blasi við að töluverð vinna felist í því að afmá málninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×