Erlent

Uber tekur sjálfkeyrandi bíla úr umferð eftir óhapp

Kjartan Kjartansson skrifar
Ökumaður er alltaf við stýrið í sjálfkeyrandi bílum Uber. Ekki er vitað hvort hann hafi haft stjórnina þegar slysið varð í Arizona.
Ökumaður er alltaf við stýrið í sjálfkeyrandi bílum Uber. Ekki er vitað hvort hann hafi haft stjórnina þegar slysið varð í Arizona. Vísir/Getty
Árekstur sjálfkeyrandi bíls frá leigubílaþjónustunni Uber í Arizona á föstudag varð til þess að forsvarsmenn fyrirtækisins tóku sjálfkeyrandi bíla úr umferð. Engan sakaði í umferðaróhappinu.

Bilinn var af gerðinni Volvo og var sjálfkeyrandi þegar slysið átti sér stað. Talskona lögreglunnar í Tempe í Arizona segir að slysið hafi orðið þegar annar bíll veik ekki fyrir Uber-bílnum við vinstri beygju, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Uber-bílinn endaði á hliðinni.

Í kjölfarið tók Uber sjálfkeyrandi bíla úr umferð í þeim þremur ríkjum Bandaríkjanna sem fyrirtækið hefur verið að prófa þá; Arizona, Pennsylvaníu og Kaliforníu. Ökumaður er alltaf við stýrið í sjálfkeyrandi Uber-bílum en ekki er ljóst hvort að ökumaður hafi haft stjórnina í slysinu á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×