Erlent

Uber afhenti yfirvöldum upplýsingar um 12 milljón farþega eða ökumenn

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Uber er vinsæll ferðamáti.
Uber er vinsæll ferðamáti. Vísir/Getty
Uber afhenti yfirvöldum upplýsingar um tólf milljón farþega og ökumenn á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Þetta kom fram í skýrslu fyrirtækisins sem fjallar einmitt um hvaða upplýsingar fyrirtækið lætur öðrum aðilum í té um viðskiptavini sína.

Fyrirtækið segist fá beiðnir frá yfirvöldum, bæði frá ríkisstofnunum og öðrum, um að þeim verði látnar í té ákveðnar upplýsingar um farþega og ökumenn.

„Stofnanirnar biðja um upplýsingar um ferðir, ferðabeiðnir, þau svæði sem nýtt eru til þess  að sækja farþega og hleypa þeim út, farartæki og ökumenn á þeirra valdsviði á ákveðnum tíma,“ segir í Uber-skýrslunni.   Fyrirtækið sagðist hafa gefið út fyrrnefnda skýrslu í þeirri von að opinber umræða færi af stað um það magn og þær tegundir upplýsinga sem þjónustuaðilar verða að gefa eftirlitsaðilum sínum og undir hvaða kringumstæðum. Í skýrslunni kemur fram að fjölmargar beiðnir tengist rannsóknum á glæpsamlegu athæfi, svosem notkun á stolnum kreditkortum eða rannsóknum á fjársvikum.

„Ef ekki er um neyðaratvik að ræða þá fara beiðnir í gegnum lagalegt ferli áður en við afhendum upplýsingar um ökumenn eða farþega. En í neyðartilvikum vinnur Uber með lögreglu til þess að tryggja öryggi farþega og ökumanna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×