Innlent

UB40 kemur fram í Hörpu í kvöld

Breska reggíhljómsveitin UB40 stígur á stokk í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Forsprakkar hljómsveitarinnar hafa ferðast um allan heim síðustu áratugina, en segjast ánægðir með að fá loksins að koma fram á Íslandi. 

Hljómsveitin var ein sú vinsælasta í heiminum á níunda áratugnum og á  fjölda laga sem náð hafa á topp vinsældalista um allan heim. Þá ber helst að nefna smellina „Red Red Wine”, „I Got You Babe” og „Can't Help Falling in Love”. 

Í janúar 2014 tilkynntu meðlimir UB40 að þeir myndu koma saman á árinu til að taka upp nýja plötu og hefja tónleikaferð um heiminn. Í kvöld koma þeir fram í Hörpu í fyrsta sinn en löngu uppselt er á tónleikana. Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður hitti hljómasveitarmeðlimima Ali Campbell og Astro. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×