Lífið

U2 með óvænta tónleika í lestarstöð

Birgir Olgeirsson skrifar
U2 í Grand Central-lestarstöðinni.
U2 í Grand Central-lestarstöðinni. Mynd/Twitter
Þeir sem áttu leið um Grand Central-lestarstöðina gengu inn á óvænta tónleika með írsku sveitinni U2 síðastliðið mánudagskvöld. Var þessi uppákoma á vegum The Tonight Show með Jimmy Fallon en meðlimir sveitarinnar voru í dulargervum þegar þeir hófu leik og barði trommarinn, Larry Mullen Jr. meðal annars í fötur til að fullkomna götusveitarásýndina.

Áhorfendur áttuðu sig fljótlega á því að þarna var þessi heimsfræga sveit á ferðinni en hún flutti slagarann Angel of Harlem, sem kom út á plötunni Rattle and Hum árið 1988. Talið er að þetta innslag með U2 verði sýnt í The Tonight Show á föstudag en á meðal áhorfenda mátti sjá Jimmy Fallon sjálfan.

#u2 #jimmyfallon #ny #metrostation #angelofharlem

A video posted by U2 italian fans (@u2italianfans) on

Fallon og Bono sáust saman fyrr í vikunni þar sem þeir endurgerðu hjólreiðaslysið sem söngvari sveitarinnar, Bono, lenti í, í nóvember í fyrra.

Slysið varð til þess að sveitin þurfti að hætta við vikulanga dvöl sína í The Tonight Show og er Bono sagður eiga enn í erfiðleikum með að spila á gítar, fimm mánuðum eftir slysið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×