Erlent

Tyrkneskur saksóknari tekinn í gíslingu

Atli Ísleifsson skrifar
Tyrkneskar öryggissveitur er staddar í dómhúsi í Istanbul þar sem saksóknari hefur verið tekinn í gíslingu af vopnuðum mönnum. DHKP-C, hópur öfgafullra vinstrimanna, hafa birt mynd á heimasíðu sinni þar sem maður heldur byssu að höfði saksóknarans.

Saksóknarinn rannsakar mál 15 ára drengs sem lést í kjölfar sára sem hann hlaut í átökum við lögreglu í mótmælum snemma sumars 2013. Drengurinn var í dái í 269 daga áður en hann lést.

DHKP-C kennir stjórnarflokknum AK um dauða drengsins, og liðsmenn hópsins hóta að drepa saksóknarann, greini hann ekki frá því hvaða lögreglumenn særðu drenginn.

TURKEY COURTHOUSE HOSTAGE: Gunmen stormed the Istanbul courthouse office of the prosecutor in the case of Berkin Elvan...

Posted by FB Newswire on Tuesday, March 31, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×