Erlent

Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tyrkneskum skriðdrekum hefur verið ekið inn í Sýrland þar sem þeir skjóta nú á skotmörk við bæinn Jarablus við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Uppreisnarmenn sem studdir eru af Tyrkjum taka þátt í sókninni, sem og tyrkneskir sérsveitarmenn en bærinn er í haldi Íslamska ríkisins.

Bandaríkin hafa einnig komið að aðgerðinni, sem nefnist Efratskjöldurinn,  með loftárásum gegn ISIS.

Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“, en talið er að þar eigi Tyrkir við Kúrda í Sýrlandi (YPG) sem yfirvöld í Ankara skilgreina sem hryðjuverkasamtök vegna tengsla þeirra við Verkamannaflokk Kúrda í Tyrklandi.

YPG á í nánu samstarfi við Bandaríkin, sem einnig eru bandamenn Tyrklands. Kúrdar hafa sótt hart fram gegn ISIS á undanförnum mánuðum og lagt undir sig stór svæði við landamæri Tyrklands og eru Tyrkir ekki sáttir við það. Tyrkir hafa sakað Kúrda í Sýrlandi um að vilja stofna eigið ríki. Kúrdar í Tyrklandi hafa um árabil staðið í uppreisn sem miðar að því að stofna eigið ríki.

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er nú kominn til Tyrklands og mun hann funda með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Stærsta málefni fundar þeirra verður að finna upp á sameiginlegri áætlun í Sýrlandi.

Þeir uppreisnarhópar sem Tyrkir hafa stutt við bakið á haafpfa átt í miklum vandræðum í baráttunni við ISIS og stjórnarher Bashar al Assad, forseta Sýrlands. 

Erdogan ætlar einnig að fara fram á að Bandaríkin framselji klerkinn Gulen sem hann hefur sakað um að standa að baki valdaránstilraun þar í landi í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir

Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri

Forseti Tyrklands segir hryðjuverkamann sem stóð að árás á laugardag tólf til fjórtán ára. Forsætisráðherrann segir það ekki víst. 29 af 54 fórnarlömbum voru undir átján ára aldri. Forsetinn segir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×