Fótbolti

Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lið Tyrkja sem byrjaði á móti Íslandi í kvöld.
Lið Tyrkja sem byrjaði á móti Íslandi í kvöld. Vísir/Getty
Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð.

Tyrkir unnu Íslendinga á sama tíma og Kasakar unnu Letta og komu sér upp úr neðsta sæti A-riðilsins. Þau úrslit þýddu að Tyrkir komast beint inn á EM sem liðið sem var með bestan árangur í þriðja sæti síns riðils.

A-riðill Íslands er því komin með þrjú lið inn á Evrópumótið í Frakklandi því áður höfðu Ísland og Tyrkland gulltryggt ferseðla sína.

Það er jafnframt ljóst hvaða átta þjóðir munu taka þátt í umspilinu en þær eru Bosnía, Úkraína, Írland, Slóvenía, Ungverjaland, Svíþjóð, Noregur og Danmörk.

Ísland er því eina Norðurlandaþjóðin sem er komin inn á Evrópumótið þótt að þessar þrjár sem eru í umspilinu eigi enn möguleika á því að fara Krísuvíkurleiðina á mótið.

Það verður dregið í umspilið 18. október næstkomandi en í boði eru fjögur laus sæti í úrslitakeppnina í Frakklandi næsta sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×