Erlent

Tyrkir nema hijab-bann í hernum úr gildi

atli ísleifsson skrifar
Tyrkneski herinn hefur lengi verið talinn leiðandi þegar kemur að því að tryggja aðskilnað trúar og stjórnmála í landinu.
Tyrkneski herinn hefur lengi verið talinn leiðandi þegar kemur að því að tryggja aðskilnað trúar og stjórnmála í landinu. Vísir/Getty
Tyrklandsstjórn hefur ákveðið að afnema reglu sem bannar kvenhermönnum Tyrklandshers að klæðast hijab. Frá þessu greinir tyrkneski ríkisfjölmiðillinn Anatolia.

Ákvörðun varnarmálaráðuneytisins tekur gildi um leið og búið er að birta hana í stjórnartíðindum landsins.

Samkvæmt nýjum reglum verður hijab sem hermennirnir klæðast að vera í sama lit og einkennisbúningurinn.

Tyrkneski herinn hefur lengi verið talinn leiðandi þegar kemur að því að tryggja aðskilnað trúar og stjórnmála í landinu.

AKP-flokkur Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta hefur þó lengi stigið skref í þá átt að afnema hömlur þegar kemur að hijab. Þannig varð árið 2010 aftur heimilt fyrir nemendur við tyrkneska háskóla að klæðast hijab.

Hijab er sjal sem hylur hár og háls þess sem klæðist því. Andlitið er þó óvarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×