Erlent

Tyrkir munu ekki biðja Rússa afsökunar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Forsætisráðherra Tyrklands Ahmet Davutoglu segir að Tyrkir muni ekki biðjast afsökunar á að hafa grandað rússnesku herþotunni í liðinni viku.

Davutoglu segir að þrátt fyrir að atvikið hafi verið óheppilegt sé mikilvægt að líta til þess að Tyrkland hafi rétt og skyldu til að verja landamæri sín. Hann vonast einnig til þess að Rússar endurskoði efnhagsþvinganir sínar gegn landinu.

Sjá einnig: Rússar líta árásina mjög alvarlegum augum

Tyrkenski ferðamannabærinn Antalya sé mörgum rússneskum ferðalöngum sem „annað heimili.“ Þrátt fyrir þessar beiðni segir Davutoglu að varnarhagsmunum Tyrkja verði ekki hnikað.

Flugvélin kom niður á yfirráðasvæði uppreisnarmanna og var flugmaðurinn á flótta í tólf tímavísir/epa
„Enginn tyrkneskur forsætisráðherra, ekki frekar en nokkur annar ráðherra, mun biðjast afsökunar vegna skyldu okkar,” er haft eftir Davutoglu á vef New York Times en hann lét ummælin falla eftir fund með framkvæmdastjóra NATO, Jens Stoltenberg, í Brussel.

„Vernd tyrkneskrar lofthelgi og landamæra er okkar ríkislega skylda og herinn okkar gerði skyldu sína við að verja lofthelgina. En ef Rússar vilja tala, og koma í veg fyrir fleiri ófyrirséða atburði sem þessa, þá erum við til í viðræður.”

Sjá einnig: Pútín: „Atburðir dagsins munu hafa alvarlegar afleiðingar“

Líki annars flugmannsins sem fórst í grandi rússnesku vélarinnar á mánudag hefur verið flutt til Rússlands. Rússneskir embættismenn tóku á móti líkinu á flugvelli í Ankara, höfuðborg Tyrklands í gær. Hinn flugmaður vélarinnar komst undan uppreisnarmönnum og var á flótta í tólf tíma. Honum var bjargað af sýrlenskum sérsveitarmönnum. Hann þverneitar fyrir að Tyrkir hafi varað flugmennina við áður en vél þeirra var skotin niður.

Tyrkir eru á öðru máli segja flugvélinni hafa verið flogið inn í lofthelgi sína og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. Rússar segja hins vegar að flugvélin hafi verið yfir Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Yfirvöld í Moskvu segja að um skipulagt atvik hafi verið að ræða og beita Tyrki nú þvingunum að margvíslegum toga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×