Erlent

Tyrkir koma líki flugmannsins til Rússlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Oleg Peshkov var ofursti í flugher Rússlands.
Oleg Peshkov var ofursti í flugher Rússlands. Vísir/EPA

Yfirvöld í Tyrklandi komu í dag höndum yfir lík rússnesks flugmanns sem lést í Sýrlandi. Oleg Peshkov var skotinn til bana af Túrkmenum, eftir að sprengjuflugvél hans var skotin niður af Tyrkjum á þriðjudaginn. Atvikið hefur valdið mikilli spennu á milli ríkjanna.

Rússneskir embættismenn tóku á móti líkinu á flugvelli í Ankara, höfuðborg Tyrklands.

Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar var líkið flutt yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands í sjúkrabíl. Því var svo flogið til Ankara þar sem rússneskir embættismenn tóku við því. Hinn flugmaður vélarinnar komst undan uppreisnarmönnum og var á flótta í tólf tíma. Honum var bjargað af sýrlenskum sérsveitarmönnum.

Tyrkir segja flugvélinni hafa verið flogið inn í lofthelgi sína og að flugmenn hennar hafi hundsað ítrekaðar viðvaranir. Rússar segja hins vegar að flugvélin hafi verið yfir Sýrlandi þegar hún var skotin niður. Yfirvöld í Moskvu segja að um skipulagt atvik hafi verið að ræða og beita Tyrki nú þvingunum að margvíslegum toga.


Tengdar fréttir

Vígamenn felldu rússneskan hermann í björgunaraðgerð

Rússneskur landgönguliði féll þegar hann var um borð í þyrlu innan landamæra Sýrlands þar sem freista átti að bjarga flugmanni herþotu sem Tyrkir skutu niður í gær. Maðurinn féll þegar uppreisnarmenn á jörðu niðri skutu á þyrluna þar sem hún flaug yfir.

Rússland er með framtíð efnahags Tyrklands í hendi sér

Samskipti Rússlands og Tyrklands fara enn kólnandi. Mögulegar efnahagsþvinganir Rússa gætu haft gífurlegar afleiðingar fyrir Tyrkland. Tyrklandsforseti vill hitta Rússlandsforseta á loftslagsráðstefnunni í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×