Erlent

Tyrkir kjósa um aukin völd forsetans

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Nordicphotos/AFP
Efnt verður til þjóðar­atkvæðagreiðslu í Tyrklandi um aukin völd forsetans. Reiknað er með að hún verði haldin 16. apríl.

Þingið samþykkti í síðasta mánuði frumvarp um stjórnarskrárbreytingu, en ekki með nægilega miklum meirihluta til að komast hjá þjóðar­atkvæðagreiðslu.

Recep Tayyip Erdogan forseti hefur nú undirritað frumvarpið og þar með opnað á þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Breytingin þýðir að völd forsetans verða aukin verulega, en Erdogan hefur stefnt að slíkum breytingum lengi. Þær hafa verið gagnrýndar fyrir að veita forsetanum allt of mikil völd. Hann verði nánast einráður í landinu.

Meðal annars verður Erdogan gert kleift að ríkja í tvö kjörtímabil til viðbótar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×