Erlent

Tyrkir hleypa flóttamönnum yfir landamærin

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi fólks fór yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands.
Fjöldi fólks fór yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Vísir/AFP
Tyrkir hleypa nú flóttamönnum frá Sýrlandi yfir landamæri sín eftir að hafa lokað landamærunum í gær og í nótt. Þúsundir streyma nú yfir landamærin og aðrir hafa farið í gegnum girðingu. Fólkið flýr átök á milli Kúrda og Íslamska ríkisins um landamærabæinn Tal Abyad

Í gær og í nótt lokuðu hermenn landamærunum og stöðvuðu þeir flóttafólkið með vatnsbyssum og gúmmíkúlum. Hermenn fylgdust svo með því þegar þungvopnaðir Vígamenn Íslamska ríkisins ráku fólkið aftur inn á átakasvæðið.

Sjá einnig: Þúsundum flóttamanna smalað aftur á svæði ISIS

Samkvæmt AFP fréttaveitunni bera margir flóttamannanna eigur sínar í pokum og bíða þúsundir eftir að fá að fara yfir landamærin.

Áður en landamærin voru opnuð höfðu fjölmargir farið ólölega í gegnum girðingu á milli landanna.Vísir/AFP
Kúrdar, studdir af loftárásum Bandaríkjanna og uppreisnarhópum, hafa sótt hratt fram gegn ISIS við Tal Abyad. Nú sitja þeir um bæinn. Takist Kúrdum að hertaka bæinn missir Íslamska ríkið mikilvæga leið erlendra vígamanna inn í landið.

Örtröð hefur myndast við landamærin.Vísir/AFP
Stór hluti þeirra sem farið hafa yfir landamærin eru konur og börn.Vísir/AFP
Girðingar voru rofnar víða til að koma fólki yfir og í gegn.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×