Erlent

Tyrkir gera loftárásir á stöðvar ISIS

Atli Ísleifsson skrifar
Óeinkennisklæddir tyrkneskir lögreglumenn leiða grunaða ISIS-liða á brott í aðgerðum lögreglu í gær.
Óeinkennisklæddir tyrkneskir lögreglumenn leiða grunaða ISIS-liða á brott í aðgerðum lögreglu í gær. Vísir/AFP
Orrustuþotur tyrkneska hersins hafa í fyrsta sinn gert loftárásir á stöðvar hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi.

Tyrknesk lögregla hefur einnig ráðist gegn liðsmönnum ISIS og uppreisnarsveita Kúrda víðs vegar í landinu og handtekið 251 mann. Talsmaður tyrkneska forsætisráðuneytisins greinir frá þessu.

Til átaka kom milli tyrkneskra hermanna og ISIS-liða á landamærum Tyrklands og Sýrlands í gær þar sem tyrkneskur hermaður lést.

Tyrknesk stjórnvöld hafa nú heimilað Bandaríkjaher að notast við herstöðina Incirlik í suðurhluta landsins við gerð loftárása á stöðvar ISIS í Sýrlandi.

Í frétt BBC segir að fimm þúsund lögreglumenn hafi tekið þátt í húsleitum á 140 stöðum í borginni í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×