Erlent

Tyrkir beina sjónum sínum að Raqqa

Atli Ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Vísir/AFP
Uppreisnarhópar í norðurhluta Sýrlands sem njóta stuðnings Tyrklandsstjórnar, beina nú sjónum sínum að Raqqa, helsta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði þetta í samtali við fréttamenn í dag.

Að sögn Erdogan ætla uppreisnarmennirnir brátt að sækja að borginni al-Bab til að berjast gegn liðmönnum ISIS sem þar eru. Svo hyggjast þeir halda áfram til Manbij og loks sækja af fullum krafti að Raqqa.

Í frétt AFP segir að hersveitir á bandi Bashar al-Assad Sýrlandsforseta hafi varað Tyrki við að sækja fram að þeirra eigin víglínum norður og austur af borginni stríðshrjáðu Aleppo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×