Erlent

Týndur maður fannst inn í slöngu

Samúel Karl Ólason skrifar
Umræddar slöngur eru með þeim stærstu í heiminum.
Umræddar slöngur eru með þeim stærstu í heiminum. Vísir/Getty
Indónesískur karlmaður sem týndist á sunnudaginn, fannst í maga risastórrar slöngu. Lögreglan á Sulawesi eyjunni segir Akbar hafa farið út að vinna og sneri hann ekki aftur heim. Sólarhring eftir að hann hvarf hófst leit og fannst slangan skammt frá plantekru fjölskyldu mannsins. 

Strax kviknaði grunur um að hún hefði gleypt Akbar. Slangan, sem var um sjö metra löng, lág ofan í skurði og sást á henni að hún var með eitthvað stórt í maganum. Þorpsbúarnir sem fundu hana skáru hana upp og þar fannst Akbar.

Umræddar slöngur eru, samkvæmt BBC, með þeim stærstu í heiminum. Þær kæfa bráð sína, áður en þeir gleypa hana, en mjög sjaldgæft er að þær ráðist á menn.

Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið mikinn óhug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×