Lífið

Tyggjó skilar sér ómelt með hægðum: Óhollt að kyngja því í of miklu mæli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það að tyggjó sé fast í meltingarfærunum í sjö ár er alfarið rangt.
Það að tyggjó sé fast í meltingarfærunum í sjö ár er alfarið rangt. vísir/getty
Ein langlífasta kenningin í íslensku samfélagi er sú að tyggjó festist í maganum á fólki ef því er kyngt. Þetta er rangt eins og fram kemur á Vísindavefnum en þar segir að tyggjógúmmí skili sér ómelt með hægðum fyrr eða seinna.

Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims og hafa mannfræðingar komist að því að næstum öll menningarsamfélög í sögunni hafa tuggið tyggjó í einhverri mynd og er þessi siður nokkur þúsund ára gamall.

Aftur á móti kemur fram á Vísindavefnum að ekki sé hollt að gleypa tyggjó í of miklu mæli. Þá sé möguleiki á að það myndist steinn í smáþörmum þegar tyggjóklessur safnast saman og kalk sest í þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×