MIŠVIKUDAGUR 29. MARS NŻJAST 11:15

Hvort er betra aš keyra eftir Android eša Apple?

LĶFIŠ

Twitter žaggar nišur ķ žeim sem įreita

 
Višskipti erlent
07:00 17. FEBRŚAR 2017
Twitter žaggar nišur ķ žeim sem fyrirtękiš telur įreita ašra.
Twitter žaggar nišur ķ žeim sem fyrirtękiš telur įreita ašra. NORDICPHOTOS/AFP

Samskiptamiðillinn Twitter kemur nú í veg fyrir að tíst þeirra notenda sem Twitter telur áreita aðra notendur komist á flug. Er það gert með því að koma í veg fyrir að notendur sem ekki fylgja umræddum áreitandi notendum sjái tíst þeirra síðarnefndu.

Skiptir þar engu máli hvort þeim tístum hafi verið endurtíst (e. re­tweeted). Tíst þar sem notandi sem hefur verið refsað minnist á annan notanda sjást ekki heldur.

Notendur sem refsað hefur verið deildu í gær skjáskotum af tölvupósti sem þeir fengu frá Twitter um stefnubreytinguna. „Til þess að skapa öruggara umhverfi og tryggja frjálsa tjáningu notenda okkar höfum við ákveðið að takmarka aðgang þinn. Við höfum tekið eftir áreiti af þinni hálfu, þannig að eingöngu þeir sem fylgja þér munu sjá tíst þín í þann tíma sem tiltekinn er hér fyrir neðan,“ segir í tölvupósti til notanda sem þurfti að sæta refsingunni í tólf klukkustundir.

Í tísti sínu um refsinguna sagði sá notandi að honum væri refsað fyrir að nota enska orðið „retard“ sem er niðrandi orð um fólk með þroskahömlun.

Fjölmiðlar á borð við The Drudge Report, sem er á íhaldssamari væng stjórnmálanna, héldu því fram að Twitter væri með þessu að takmarka tjáningarfrelsi bandarískra íhaldsmanna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Višskipti / Višskipti erlent / Twitter žaggar nišur ķ žeim sem įreita
Fara efst