Viðskipti erlent

Twitter tapar milljörðum og hlutabréfaverð hrynur

ingvar haraldsson skrifar
Hluabréf í Twitter hríðféllu í kjölfar lakari afkomu en búist var við.
Hluabréf í Twitter hríðféllu í kjölfar lakari afkomu en búist var við. vísir/getty
Twitter tilkynnti í gær um að fyrirtækið hafi tapaði 22 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Í kjölfarið hrundi hlutabréfaverð hjá fyrirtækinu. Um tíma var lokað fyrir viðskipti með hlutabréf í Twitter til að koma í veg fyrir frekara verðfall. Í lok gærdagsins hafði verðið fallið um 18%. The New York Times greinir frá.



Þrátt fyrir vonbrigði með afkomuna jukust tekjur Twitter um 74% á ársfjórðungnum en væntingar voru um 97% tekjuvöxt. Helst munar um að tekjur Twitter vegna auglýsingasölu náðu ekki að bæta upp fyrir að notendum fjölgar hægar en búist var við.

Twitter segir að 302 milljónir notenda hafi notað samskiptamiðilinn að minnsta kosti mánaðarlega á fyrsta ársfjórðungi ársins. Það er aukning frá þvi í desmeber þegar fyrirtækið tilkynnti um að það hefði 288 milljónir mánaðarlegra notenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×