Viðskipti erlent

Twitter skoðar að bjóða upp á lengri en 140 stafabila tíst

ingvar haraldsson skrifar
Twitter er einn vinsælasta samskiptamiðill heims.
Twitter er einn vinsælasta samskiptamiðill heims. vísir/getty
Twitter skoðar nú að bjóða notendum sínum upp á að skrifa tíst lengri en 140 stafabil sem hingað til hefur verið hámarkslengd tísta. Þetta fullyrðir tæknivefurinn Recode og hefur eftir fjölmörgum heimildarmönnum sem sagðir eru tengjast fyrirtækinu.

Óljóst er nákvæmlega með hvaða hætti það verður gert. Talið er að til skoðunar sé að leyfa birtingu á mun lengri færslum en hingað til hefur verið heimilt á samfélagsmiðlinum.

Þá er einnig fullyrt að til skoðunar sé að telja ekki tengla og notendanöfn með í 140 stafabila talningunni og gefa því kost á því að skrifa lengri tíst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×