Fótbolti

Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Viðar er orðinn markahæstur í ísraelsku úrvalsdeildinni.
Viðar er orðinn markahæstur í ísraelsku úrvalsdeildinni. vísir/afp
Viðar Örn Kjartansson átti frábæra helgi en á laugardaginn skoraði hann þrennu í sigri Maccabi Tel Aviv á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni.

Viðar, sem er orðinn markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar, varð hins vegar fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í gær er óprúttinn aðili braust inn á Twitter-síðu hans.

Tilgangurinn var að selja Ray-Ban sólgleraugu og fengu vinir Viðars Arnar á Twitter tilboð til sín í nafni Viðars.





Viðar Örn virtist ekki mjög áhyggjufullur vegna þessa og sjálfsagt búinn að breyta lykilorði sínu.

Hjálmar Örn Jóhannsson, snapchat-stjarna með meiru, virtist enn fremur áhugasamur um að gylliboðið.




Tengdar fréttir

Viðar með þrennu í sigri Maccabi

Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×