Innlent

Twitter logar eftir Kastljósið: „Mannvonska í sinni alvarlegustu mynd“

Birgir Olgeirsson skrifar
Skjáskot úr umfjöllun Kastljóss
Skjáskot úr umfjöllun Kastljóss ruv.is
Kastljóssþáttur kvöldsins vakti vægast sagt mikla athygli en þar voru teknir fyrir sölumenn sem reyna að selja varning sem ekki er viðurkenndur en tekin voru dæmi þar sem reynt var að selja MND-sjúklingi jónað vatn og jarðtengingaról. Þá notaði sölumaðurinn einnig pendúl til að greina hvernig stilla ætti orkuflæði í líkamanum.

Margir hafa hrósað Kastljósi fyrir þessa umfjöllun á samfélagsmiðlinum Twitter í kvöld og enn aðrir hafa fordæmt þessa sölumenn harkalega fyrir þessar aðferðir. Þeirra á meðal er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Heimdallar.

Farið var fram á lögbann á þessa umfjöllun Kastljós sem sýslumaður hafnaði en tveir einstaklingar sem komu fyrir í klippum í þættinum sem teknar voru upp með aðstoð faldra myndavéla óttuðust að orð þeirra yrðu tekin úr samhengi. Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, greindi frá því í lok þáttar að þessar söluræður verða setta í heild sinni inn á vef Ríkisútvarpsins á morgun. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér.

Hér fyrir neðan getur þú fylgst með umræðunni um þáttinn á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×