Fótbolti

Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov

Anton Ingi Leifsson skrifar
Okkar menn æfðu á leikvanginum í morgun.
Okkar menn æfðu á leikvanginum í morgun. vísir/vilhelm
Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma.

Tvö þúsund Íslendingar verða á leiknum en eins og áður segir er uppselt á leikinn. Um 43 þúsund manns verða því á leiknum og fá Íslendingar vonandi góðan stuðning frá heimamönnum.

Þrír leikmenn íslenska liðsins spila nefnilega með Rostov en það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson og Björn Bergmann Sigurðarson.

Nægur er áhugi blaðamanna fyrir leiknum á morgun en 125 blaðamenn verða á leiknum auk 50 ljósmyndara. 35 sjónvarpsstöðvar sýna beint frá leiknum.


Tengdar fréttir

Völdu Gelendzhik útaf hitanum

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, vildi að íslenska landsliðið æfði í miklum hita á milli leikja á heimameistaramótinu í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×