Erlent

Tvö þúsund bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan

Tvöþúsund bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því að stríðið þar í landi hófst fyrir rúmum áratug.
Tvöþúsund bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því að stríðið þar í landi hófst fyrir rúmum áratug. mynd/afp
Tvöþúsund bandarískir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því að stríðið þar í landi hófst fyrir rúmum áratug.

Einn bandarískur hermaður og samlandi hans sem vann við verktakastörf í Afganistan voru skotnir til bana í nágrenni við herbækistöðvar afganska hersins í Wardak-héraði í austurhluta landsins síðdegis í gær. Árásarmaðurinn, sem talinn er afganskur hermaður, skaut auk þess til bana tvo starfsbræður sína og særði fjóra til viðbótar. Svo virðist sem rekja megi atvikið til misskilnings milli hermannanna en að sögn viðstaddra rifust þeir um húsleit sem átti að gera í nágrenninu. Ekki er vitað um afdrif árásarmannsins að svo stöddu.

Þar með hafa tvöþúsund bandarískir hermenn fallið í Afganistan frá því að stríðið hófst þar í landi árið 2001. Árásum afganskra hermanna og lögreglu á hermenn á vegum Bandaríkjanna og NATÓ hefur fjölgað á síðustu mánuðum og hafa fimmtíu og tveir erlendir hermenn fallið í Afganistan það sem af er ári. Talið er að svipaður fjöldi afganskra her- og lögreglumanna hafi fallið í árásunum.

Bandaríski herinn verður að mestu farinn frá Afganistan í árslok árið 2014, það er ef áætlanir Baracks Obama forseta standast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×