FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 07:00

Blekking

SKOĐANIR

Tvö naum töp á ţremur dögum hjá Jakobi og félögum

 
Körfubolti
15:25 03. MARS 2017
Jakob Örn Sigurđarson í leik međ Borĺs.
Jakob Örn Sigurđarson í leik međ Borĺs. MYND/BORĹS BASKET

Jakob Sigurðarson snéri aftur í lið Borås Basket eftir eins leiks fjarveru vegna meiðsla en hann og félagar hans voru nálægt sigri á útivelli á móti liðinu í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Borås Basket tapaði þá 75-70 á móti Norrköping Dolphins en mikil spenna var í lokin þegar leikmenn Borås voru nálægt því að vinna upp forskotið.

Jakob Sigurðarson var með 14 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar í leiknum. Hann skilaði 18 framlagsstigum og framlagshæstur í liðinu ásamt Christian Maråker.

Jakob hitti vel en 4 af 7 skotum hans rötuðu rétta leið. Jakob skoraði 3 af stigum sínum í blálokin en liðsmenn Norrköping Dolphins hittu vel úr vítum og lönduðu sigrinum.

Þetta var annað nauma tap Borås Basket á aðeins þremur dögum en liðið tapaði með þremur stigum á móti Södertälje Kings á þriðjudagskvöldið. Þar var liðið hinsvegar án Jakobs og saknaði hans mikið.

Borås Basket er áfram í sjötta sæti deildarinnar en hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíi leikjum sínum.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Tvö naum töp á ţremur dögum hjá Jakobi og félögum
Fara efst